Borði

Opnunarhátíð í Kópavogi


Gestir hlýða á ávörp við opnunina

Laugardaginn 12. maí síðastliðinn var haldið upp á opnun Héraðsskjalasafns Kópavogs í nýjum húsakynnum að Digranesvegi 7. Þar hefur safnið verið síðan í mars og nú þegar starfsemin hefur færst í eðlilegt horf eftir flutningana og Kópavogsdagar stóðu yfir þótti tilvalið að taka nýja húsið formlega í notkun. Um 100 manns sóttu safnið heim við þetta tækifæri.

Ávörp fluttu Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Eiríkur Ólafsson formaður stjórnar Héraðsskjalasafns Kópavogs, Rannveig Ásgeirsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs, Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður, Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður og Ólína Sveinsdóttir stjórnarmaður í Sögufélagi Kópavogs.

Voru safninu færðar hamingjuóskir og góðar gjafir, Hrafn Harðarson bæjarbókavörður færði safninu málverk eftir Gunnar Hjaltason af Kópavogsbænum, Sögufélag Kópavogs gaf safninu klukku til að hafa á lestrarsal og Þjóðskjalasafn Íslands gaf innrammað afrit athugunar hreppstjóra á þjóðjörðunum Hólmi, Digranesi og Kópavogi í Seltjarnarneshreppi árið 1882, sama ár og Landsskjalasafnið var stofnað.

Mikill fjöldi gesta sótti héraðsskjalasafnið heim á opnuninni.

 


Helga Margrét Reinhardsdóttir fv. fulltrúi í stjórn Héraðsskjalasafnsins, Hjálmar Hjálmarsson
bæjarfulltrúi og Garðar H. Guðjónsson, atvinnu- og þróunarráði Kópavogs.


Steingrímur Hauksson sviðsstjóri Umhverfissviðs og fleiri gestir skoða geymslur safnsins.


Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður ræða málin.


Gestir skoða möppur með gömlum myndum úr Kópavogi.


Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi, Jakob Líndal arkitekt og Margrét Björnsdóttir forseti
bæjarstjórnar Kópavogs.


Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður og Rannveig
Ásgeirsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs.


Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi og tveir fyrrv. stjórnarmenn Héraðsskjalasafnsins Hjörtur
Pálsson og Bjarni Ólafsson.


Rannveig Ásgeirsdóttir formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
og Eiríkur Ólafsson formaður stjórnar Héraðsskjalasafnsins.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.