Borði

Ljósmyndavefur opnar

her_skag_opnun_ljosmyndavefs

Jónas Björnsson á Hólabaki í Þingi í Hún. með hestinum Rauð og hundinum Kjamma. Ljósmyndari Bruno Schweizer 1936.

Í gærkvöldi opnaði Ljósmyndavefur Skagafjarðar gáttir sínar almenningi. Þar eru birtar ríflega 10.000 ljósmyndir frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, auk um 5000 mynda frá Sögusetri íslenska hestsins og Sveitarfélaginu Skagafirði. Opnun vefsins er liður í samstarfsverkefni þriggja skjalasafna, á Sauðárkróki, Egilsstöðum og Selfossi.

Myndirnar sem nú eru birtar koma víðsvegar af landinu. Má þar nefna myndir Bruno Schweizer sem tók myndir víða um land á árinum 1935 og 1936 og Páls Jónssonar, en myndir hans eru frá um 1947 til um 1980.

Áætlað er að fjöldi ljósmyndum á vefnum muni fjölga jafnt og þétt á næstunni og fjöldi þeirra muni allt að tvöfaldast á þessu ári.

Áhugasamir geta nú skoðað vefinn á slóðinni: www.skagafjordur.is/myndir eða farið í gegn um heimasíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.