Borði

Íþróttamótabók Aftureldingar og Drengs

 

aftureldingdrengur

 

Íþróttamótabók Ungmennafélaganna Aftureldingar og Drengs og þeim umbúnaði sem er utan um hana, er til sýnis í sýningarskáp fyrir framan Bókasafn Mosfellsbæjar, Þverholti 2.

Bókin er einn mesti dýrgripur Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar og segja má að umbúnaður hennar sé ekki minni dýrgripur en bókin liggur í trékassa sem er útskorinn af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara og tréskurðarlistamanni. Þar fyrir utan koma tveir járnkassar.


Á fyrstu síðu bókarinnar er að finna kvæði eftir Björn Bjarnarson bónda, hreppsnefndar- og alþingismann frá Grafarholti í Mosfellssveit.

Á móti í sömu opnu er skrautrituð lýsing á bókinni, rituð af Steindóri Björnssyni sem kenndi sig við Gröf og var sonur Björns frá Grafarholti.  Þess ber að geta að Steindór skrifaði 7 fyrstu mótin í bókina.  

Fyrsta mótið sem getið er í bókinni var haldið á Mógilsáreyrum í Kollafirði 14. júlí 1918 milli keppenda frá Ungmennafélögunum Aftureldingu og Dreng. Keppendur voru 19 talsins og keppt var í fimm greinum, íslenskri glímu, langstökki, hástökki, 100 m hlaupi og 50 m sundi.

Síðasta mót sem skráð er í bókina er frá 1953 og var haldið á Leirvogstungubökkum.
Keppendur voru 16 talsins og keppt var í 7 greinum, 100 m hlaupi, kúluvarpi, kringlukasti, hástökki, langstökki, spjótkasti og 3000 m hlaupi.
Auk Ungmennafélaganna Aftureldingar og Drengs tók Ungmennafélag Kjalnesinga nú þátt í mótinu.
BMS

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.