Borði

Bæjarráð Árborgar kynnir sér ljósmyndaverkefni

her_arn_ljosmyndaverkefni_2012

Elfa Dögg Þórðardóttir, Helgi S. Haraldsson, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, Eggert Valur Guðmundsson, Eyþór Arnalds, Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður skoða filmur úr safni Jóhanns Þórs Sigurbergssonar sem Jóhann afhenti á safnið í vikunni. Um 20.000 ljósmyndir hafa verið afhentar á héraðsskjalasafnið það sem af er ári.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar heimsótti Héraðsskjalasafn Árnesinga í vikunni og kynnti sér  ljósmyndaverkefni héraðsskjalasafnsins. Verkefnið er að hluta til samvinnuverkefni héraðsskjalasafnanna á Sauðárkróki, Egilsstöðum og í Árnessýslu en Mennta- og menningarmálaráðuneyti styrkir nú verkefnið annað árið í röð. Þá koma sveitarfélögin á hverjum stað að verkefninu með myndarlegum hætti auk þess sem verkefnið hefur fengið styrki. Menningarráð Suðurlands styrkti til að mynda verkefnið í Árnessýslu.

Farið var yfir forsögu verkefnisins, með hvaða hætti söfnu ljósmyndasafna fer fram, skönnun og meðhöndlum á filmum, slides og pappírsmyndum, skráningu myndanna og aðgengi almennings að myndunum í framtíðinni. En stefnt er að því að opna heimasíðu 1. desember n.k.

Þá var rætt um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu á þessu ári og enn frekara samstarf tengt þeim fjölmörgu menningar- og íþróttaviðburðum sem fara fram í bænum í sumar, þ.m.t. unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina. Þá var hugað að mögulegri uppsetningu söguskilta í bænum með ljósmyndum og ljósmyndasýningum jafnt innan sem utan dyra á árinu.

Ljóst er að sá mikli fjársjóður sem leynist í ljósmyndum á héraðsskjalasöfnum um allt land getur í framtíðinni nýst sveitarfélögum og öllum þeim aðilum sem standa að menningartengdri ferðaþjónustu.

ÞTM

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.