Borði

Vísnavefur Héraðsskjalasafns Skagfirðinga

Um nokkurra ára skeið hefur Héraðsskjalasafn Skagfirðinga haldið úti vísnavef, þar sem skráðar hafa verið lausavísur eftir fjölmarga höfunda. Vísurnar koma úr stórum handritasöfnum, sem safnið varðveitir, einkum safni Sigurðar J. Gíslasonar kennara og skrifstofumanns á Akureyri og Sigurjóns Sigtryggssonar á Siglufirði.

Eins og notendum Vísnavefjar Héraðsskjalasafns Skagfirðinga er kunnugt hefur vefurinn legið niðri um tíma. Nú hefur Vísnavefurinn farið í samstarf við Bragagrunn Stofnunar Árna Magnússonar og opnar nú að nýju. Vísnagrunnarnir eru aðskyldir að öðru leyti en því að höfundaskráin er sú sama. Fleiri skjalasöfn munu bætast í hópinn á næstu misserum og þannig verður til öflugri og betri grunnur.

Á Vísnavefnum er hægt að leita að lausavísum og höfundum vísna, jafnframt er hægt að fræðast um vísnagerð og bragarhætti á vefnum. Slóðin er  www.bragi.arnastofnun.is.  Fjölmargir hafa nýtt sér þetta verkefni á undanförnum árum m.a. til rannsókna á þessum forna menningararfi íslendinga en áhugafólk um lausavísur getur líka notað grunninn sér til skemmtunar.

Hvetjum við notendur til að senda okkur línu með ábendingum eða upplýsingum um það sem betur má fara. Mikið er af villum í grunninum og er unnið að því að fækka þeim eins og nokkur kostur er. Jafnframt er afar mikilvægt að fá sem fyllstar upplýsingar um vísnahöfunda. Þegar þetta er ritað eru skráðir vísnahöfundar um 2300 og vísur um 30.000 talsins.

UI

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.