Borði

Safnanótt á Borgarskjalasafninu 10. febrúar 2012


  

 
 Efri röð f.v. Kristberg Óskarsson, HYPNO. Neðri röð f.v. Árni Tryggvason, dömur úr fornu tískublaði og Snorri Helgason.
Safnanótt verður haldin á höfuðborgarsvæðinu föstudagskvöldið 10. febrúar 2012.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur verður með opið hús frá kl. 19:00 til 23:59 og fjölbreytta  dagskrá eins og hin fyrri ár við þetta tækifæri. Sýnd verða skjöl tengd upphafi raflýsingar í Reykjavík og starfsmenn fræða gesti um safnið og svara spurningum. Sýnd verður kvikmyndin Miðbær Reykjavíkur - Aldaspegill íslenskrar samtíðar sem fjallar um sögu Reykjavíkur undanfarna öld. Lestrarsalnum verður umbreytt í hárgreiðslustofu þar sem haldin verða námskeið í að flétta hár, hnýta hár og hnoða það í pulsur á vegum Hársnyrtistofunnar Salahárs. Árni Tryggvason leikari og fyrrverandi starfsmaður Borgarskjalasafnsins les upp nokkrar draugasögur. Tónlistarmennirnir Snorri Helgason og Hypno flytja tónlist sína. Kostur gefst á því að blaða í gömlum tísku- og vikublöðum og hið vinsæla barnarhorn Borgarskjalasafnsins verður á sínum stað.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur er í Grófarhúsi að Tryggvagötu 15, 3. hæð. Vefsíða þess er www.borgarskjalasafn.is

Annað skjalasafn á höfuðborgarsvæðinu, Þjóðskjalasafn Íslands, verður með opið hús 19:00-24:00, fyrirlestra, tengdar sýningar og ættfræðihorn.

Héraðsskjalasafn Kópavogs er nú statt á milli húsa ef svo má segja, í miðjum flutningum og getur ekki tekið þátt í safnanóttinni að þessu sinni, en bætir úr því að ári. Í Kópavogi taka Bókasafnið, Tónminjasafnið, Listasafnið og Náttúrufræðistofan öll þátt í Safnanóttinni að þessu sinni.

Dagskrá Borgarskjalasafns á Safnanótt 2012

19:00-23.59
Opið hús í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 3. hæð.
19:00-23.59
Sýning á skjölum tengdum ljósum og lýsingu í borginni.
19:00-23.59 
Blaðað í sögunni. Fólki gefst kostur á að setjast niður og blaða í 40-50 ára gömlum vikublöðum og tískublöðum og skoða úrklippur um skemmtanalíf Reykvíkinga.
19.00-20.00
Kvikmyndin Miðbær Reykjavíkur – Aldaspegill íslenskrar samtíðar. Saga Reykjavíkur rakin síðustu 100 árin og sýnt hvernig miðbærinn hefur verið vettvangur allra helstu umbreytinga á þessum tíma. Meðal annars bruninn miklu 1915, uppbygging og helstu straumar í skemmtanalífi. Framleiðandi Kvikmyndafélag Íslands undir stjórn Júlíusar Kemp.
19:30-20:30
Fléttunámskeið – Hársnyrtistofan Salahár leiðbeinir um að flétta hár. Síðhært fólk á öllum aldri er sérstaklega boðið velkomið.
20.00-21.00
Stuttmyndin Listaverk eftir Kristberg Óskarsson. Leikari í myndinni er Kristberg Óskarsson og sýnir hún listmálara að mála mynd við Miklubraut.
20:30-21:30
Kennsla í hnútum og pulsum – Hársnyrtistofan Salahár leiðbeinir um að gera hnúta og pulsur í hár. Síðhært fólk á öllum aldri er sérstaklega boðið velkomið.
21:30-22:00
Magnaðar sögur í rökkrinu. Árni Tryggvason, leikarinn góðkunni les upp nokkrar magnaðar sögur eins og honum einum er lagið.
22:00Snorri Helgason, tónlistarmaður leikur og syngur.
23:00HYPNO þeytir skífum með ljúfri house, electro og techno tónlist.
23:59 Húsið lokar

 

 

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.