Borði

Grundvallarviðmið um aðgengi að skjalasöfnum

Lögð hafa verið fram drög að Grundvallarviðmiðum um aðgengi að skjalasöfnum af hálfu aðgengisvinnuhóps nefndar Alþjóða skjalaráðsins um fyrirmyndarvinnubrögð og staðla.

Gefinn er kostur á því hérna á heimasíðu Alþjóða skjalaráðsins að gera tillögur að breytingum og umbótum á þessum drögum út janúar 2012:

Að veita kost á þessu eru opinská vinnubrögð  í anda þess að skjalasöfn eru í þágu alls almennings. Með þessu er hvatt til umræðu og skoðanaskipta sem er ævinlega æskilegt þegar miklir almannahagsmunir eru í húfi.

Einn bálkur tenglasafns þessa vefs ber einmitt titilinn  Gagnsæi og upplýsingaaðgengi - vörn gegn spillingu, annar ber titilinn Einkalíf og persónuöryggi. Þar er leitast við að varpa nokkru ljósi á það sem taka verður á þegar fjallað er um almennt eða takmarkað aðgengi að skjalasöfnum. Þessi málefni varða alla borgarana og eru hluti af grundvallarréttindum þeirra.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.