Borði

Svipmyndir frá ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða

Félag héraðsskjalavarða á Íslandi stóð fyrir ráðstefnu fyrir starfsmenn héraðsskjalasafna 10. og 11. nóvember í Reykjavík. Ráðstefnan var haldin í húsakynnum Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi. Fyrri daginn var fjallað um skjalavörslu grunnskóla skv. fyrirmælum í lögum, um skráningu skjala grunnskóla, persónumöppur nemenda, tölvukerfið Mentor og fyrirhugaða björgunarútprentun úr því, eldri skjöl grunnskóla og gátlista yfir þau, útprentun gagna úr tölvukerfum þegar vistun þeirra er utan stofnunar og eignarhald og varðveislu opinberra gagna í slíkum kerfum við uppsögn þjónustu. Málstofunum var ætlað að gera starfsmenn safnanna betur í stakk búna til að leiðbeina skólastjórnendum og starfsmönnum skólanna um skjalavörslu, sinna eftirliti með skjalavörslu grunnskóla og tryggja að eldri skjöl séu afhent til skjalasafna.

Eyþóra Krístín Geirsdóttir hdl. staðgengill borgarlögmanns, fjallaði síðan um fyrirmæli í lögum um aðgang að skjölum. Mikilvægt er að starfsmenn skjalasafna upplýsi almenning um rétt sinn þegar kemur að aðgengi að skjölum og að öll afgreiðsla sé í samræmi við gildandi lög og reglur. Þá var fjallað um skjalavörslu skjalasafnanna sjálfra, embættisskjalasöfn þeirra, formfestu við afgreiðslu erinda o.s.frv. Auk þess var rætt um fundargerðir ráða og nefnda á vegum sveitarfélaga og ákvæði sveitarstjórnarlaga um færslu þeirra og mikilvægi þess að viðhalda formfestu og skýrleika í þeim efnum m.a. með tilliti til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

fel_heradsskjalasafna_radstefna_5

Eygló Kristín Geirsdóttir hdl. fjallar um fyrirmæli í lögum um aðgang að skjölum.

Seinni daginn var málstofa um rafræn skjalaskráningarkerfi One Systems og GoPro þar var m.a. rætt um kennitölunotkun og heildaraðgengi sem áhorfsmál um völd og siðferði. Þá var fjallað um ljósmyndaverkefni á þremur skjalasöfnum og aðferðafræði við skönnun og skráningu en á mörgum héraðsskjalasöfnum er fjöldi ljósmynda. Þá var fjallað um notkun staðla við skjalaskráningu, skýrslugerð með skjalasöfnum, aðfangabækur, tölfræði skjalasafna, ábyrgð á skjalavörslu og valdmörk, hirslur og geymslur undir skjöl í stofnunum, lögfræðiaðstoð við héraðsskjalasöfn, kostnað við frágang á eldri skjalasöfnum og framkvæmd hans þ.e. hvernig hagkvæmast er að standa að þessu hjá sveitarfélögunum o.fl. Settur þjóðskjalavörður Eiríkur G. Guðmundsson kom á ráðstefnuna og fjallaði um stöðu skjalavörslumála, húsnæðismál héraðsskjalasafna og Þjóðskjalasafns og möguleika héraðsskjalasafna til að standa undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar.

fel_heradsskjalasafna_radstefna_4

Aðalbjörg Sigmarsdóttir héraðsskjalavörður á Akureyri og Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður Árnesinga fjölluðu um staðla og skjalaskráningu.

fel_heradsskjalasafna_radstefna_6


fel_heradsskjalavarda_radstefna_3

Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður flutti erindi um skjalavörslu hjá ríki og sveitarfélögum og benti í máli sínu m.a. á að skjalavarsla sveitarfélaga sem eru aðilar að héraðsskjalasafni sé betri en þeirra sem ekki eru reka héraðsskjalasöfn.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.