Borði

Logum sleikt Biblía fær vist í héraðsskjalasafni

gudbrandsbiblia_litil

Nýlega var Héraðsskjalasafni Svarfdæla færð ljósprentun af Guðbrandsbiblíu. Númer 35  af 500 tölusettum eintökum, sem gerð voru.

Saga hennar er sú að hún var gefin Vallakirkju 1958 af Stefaníu og Valdimar Snævarr, foreldrum þáverandi prests á Völlum.  Þessi biblía var síðan varðveitt í kirkjunni, þar til hún var tekin í geymslu vegna endurbyggingar kirkjunnar.

Vígja átti kirkjuna þann 24. nóvember  1996 og var Biblían aftur komin á sinn stað,  er kirkjan brann aðfararnótt  1. nóvember. Eftir brunann var ýmislegt dót úr rústunum sett í kar og komið í geymslu. Mörgum árum seinna átti að losa karið, talið var að þetta væri allt ónýtt dót og fannst þá biblían, sem hafði bara brunnið að ofan og sortnað á hliðum.  Að öðru leyti er hún heil og óbrunnin. Guðsorð brennur ekki!
SS

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2014 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.