Borði

Haraldarvaka í Vestmannaeyjum

100 ára fæðingardags Haraldar Guðnasonar bókavarðar verður minnst í Einarsstofu í anddyri Safnahúss sunnudaginn 2. október kl. 15. Haraldur var hvatamaður að stofnun héraðsskjalasafns í Vestmannaeyjum og héraðsskjalavörður Vestmannaeyinga frá 1980 til 1989. Hann var þá farin á eftirlaun frá bókasafninu eftir að hafa starfað þar í 30 ár. Að sögn Jónu Bjargar Guðmundsdóttur, héraðsskjalavarðar í Vestmannaeyjum var Haraldur þegar farinn að safna skjölum og skrifa í aðfangadagbók tveimur árum áður en safnið var formlega stofnað. Hann stóð einnig fyrir því að skjöl varðandi Vestmannaeyjar sem varðveitt væru á Þjóðskjalasafni væru afhent til Eyja aftur. Haraldur safnaði jafnt einkaskjalasöfnum og opinberum skjölum en lagði sérstaka áherslun á söfnun á skjölum félaga og fyrirtækja.


her_vest_haraldarvaka


Í tilefni dagsins verður ókeypis aðgangur í Sagnheimum – Byggðasafni á sunnudeginum 11-17.

Dagskrá:

Helgi Bernódusson skrifstofustjóri alþingis minnist vinar og samstarfsmanns
Viðtal úr safni Stjána á Emmunni við Harald og Ille konu hans.
Sigríður Ákadóttir ræðir um afa og ömmu.
Stefán Sigurjónsson skólastjóri segir frá Rotarymanninum Haraldi.
Bragi Þ. Ólafsson fagstjóri handritadeildar Landsbókasafnsins fjallar um mikilvægi þess að varðveita handrit og skjöl heimabyggðar.
Kitty Kovács organisti Landakirkju og fiðluleikarinn Balázs Stankowsky sjá um tónlistarflutning
Dagskránni mun ljúka kl. 17 með óvæntum dagskrárlið.


Sérfræðingur frá handritadeild Landsbókasafns verður í Einarsstofu 11-17 til að hjálpa til við að hefja kerfisbundna leit að handritum í einkaeigu í Eyjum. Þeir sem luma á einhverju handrituðu eru hvattir til að líta við á safninu á sunnudaginn. Skjölin mun verða varðveitt á Héraðsskjalasafni Vestmannaeyinga.

Allir hjartanlega velkomnir.

Dagskráin er samstarfsverkefni starfsmanna Safnahúss og Söguseturs 1627 og er hluti af röð menningarviðburða í Safnahúsi sem styrkt er af Menningarráði Suðurlands.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.