Borði

Fjöldi afhendinga á héraðsskjalasöfnin

Það er óhætt að fullyrða að starfsmenn héraðsskjalasafnanna sitji ekki auðum höndum þessa daganna. Fyrstu átta mánuði ársins bárust 475 afhendingar þeim söfnum sem ritstjórar síðunnar höfðu sambandi við. Þetta eru annarsvegar afhendingar frá skilaskyldum aðilum, þ.e. stofnunum á vegum sveitarfélaganna sem eiga og reka söfnin, hinsvegar afhendingar frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum innan umdæma skjalasafnanna. Alls hafa 125 afhendingar frá sveitarfélögunum verið afhentar á söfnin, skjalasöfn einstaklinga eru 221 og skjalasöfn félaga og fyrirtækja eru 68. Afhendingarnar eru misstórar eins og gengur en þetta eru á fjórða hundrað hillumetrar. Í lok árs má ætlað að afhendingar á söfnin séu um 500 hillumetrar.

her_arn_afhendingar_a_skjalasofn

Á Héraðsskjalasafni Árnesinga. Sævar Logi Ólafssoon skjalavörður við skráningu.

Á síðustu misserum hafa starfsmenn héraðsskjalasafnanna lagt ríka áherslu á að kynna starfsmönnum sveitarfélaganna hlutverk safnanna innan stjórnsýslunnar sbr. reglur um skjalavörslu afhendingarskyldra aðila er tóku gildi 1. ágúst 2010, sjá frétt, en þetta eru m.a. reglur um málalykla afhendingarskyldra aðila, reglur um skjalavistunaráætlanir afhendingarskyldra aðila og reglur um grisjun í skjalasöfnum sveitarfélaga og stofnanna þeirra. Þessi mikli fjöld afhendinga frá skilaskyldum aðilum skýrist að einhverju leiti af kynningum skjalasafnanna á reglunum, en ekki síður vegna aukinnar áherslu á leiðbeiningar með skjalavörslu og eftirlit. Héraðsskjalasöfnin eru hluti af stjórnsýslu þeirra sveitarfélaga sem að þeim standa.

Þegar horft er til skjalasafna einstaklinga, félaga og fyrirtækja sem búið er að afhenda það sem af er ári, en þetta eru 289 afhendingar, er ljóst að menningarlegt hlutverk safnanna er ekki síður mikilvægt. Skjalasöfnin hafa unnið sér traust hver á sínu svæði og einstaklingar, félög og fyrirtæki sjá tilgang í því að afhenda skjöl sín á söfnin. Saga byggðarlaganna verður fyrir vikið fyllri, sjálfsmynd íbúa styrkist og tækifæri til rannsókna fræðimanna aukast svo dæmi séu tekin.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.