Borði

Nýtt námskeið um skjalavörslu grunnskóla

Annað námskeið um skjalavörslu grunnskóla á vegum Félags héraðsskjalavarða á Íslandi verður haldið 12. október n.k. Námskeiðið verður með sama sniði og námskeið sem haldið var miðvikudaginn 24. ágúst 2011. Fundurinn verður haldinn gegnum fjarfundabúnað og er ætlaður skólastjórum, starfsmönnum grunnskóla, sveitarfélaga, skjalastjóra auk starfsmanna á héraðsskjalasöfnunum. Það eru starfsmenn á menntasviði Reykjavíkurborgar og Borgarskjalasafni Reykjavíkur sem flytja fræðsluerindi, en menntasvið Reykjavíkurborgar hefur í samvinnu við Borgarskjalasafn og grunnskóla í Reykjavík unnið að gerð skjalavistunaráætlunar, leiðbeininga um skjalavörslu og málalykla fyrir grunnskóla borgarinnar.

Dagskrá fundarins:

9:00 Fjarfundabúnaður tengdur.
9:25 Þátttakendur boðnir velkomnir.
9:30 Erindi - Lög og reglugerðir er varða skjalavörslu og upplýsingarétt.
10:00 Erindi - Skjalavistunaráætlun grunnskóla og afhendingarskylda til héraðsskjalasafna.
10:30 Hlé.
10:50 Erindi - Leiðbeiningar um skjalavörslu og skráningarkerfi.
11:25: Erindi - Frágangur skjala og afhendingar til héraðsskjalasafna.
11:40 Erindi - Vinnuáætlun og eftirfylgni.
11:55 Fundi slitið.

Námskeiðið verður auglýst nánar þegar nær dregur og þá munu héraðsskjalasöfnin á hverjum stað veita upplýsingar.

Hér fylgja glærur frá námskeiðinu sem haldið var 24. ágúst.

Lög og reglugerðir er varða skjalavörslu og upplýsingarétt

Leiðbeiningar um skjalavörslu og skráningarkerfi

Skjalavistunaráætlun grunnskóla Reykjavíkurborgar

Leiðbeiningar um skjalavörslu fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar

 

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.