Borði

Vestnorræna skjalaþingið í Gjógv

Skjalaverðir frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Danmörku bera nú saman bækur sínar á fimmta vestnorræna skjalaþinginu, sem að þessu sinni er haldið í Gjógv á Austurey í Færeyjum. Vestnorræna skjalaþingið er haldið þriðja hvert ár og skiptast löndin á að skipuleggja og halda þingið.

her_arn_vestnorraena_2011_1

Þátttakendur á vestnorræna skjalaþinginu i Gjógv á Austurey í Færeyjum.

Þau þemu sem fjallað hefur verið um á þinginu eru: Menntun og fræðsla í skjalavörslu, varðveisla og aðgengi að stafrænum skjölum, eftirlit og ráðgjöf til handa skilaskyldum stofnunum og rannsóknir í skjalasöfnum, í allt 20 fyrirlestar. Þemun eru valin með tilliti til þeirra verkefna sem starfsmenn safnanna glíma við. Svanhildur Bogadóttir og Guðjón Indriðason frá Borgarskjalasafni, Þorsteinn Tryggvi Másson frá Héraðsskjalasafni Árnesinga auk Jónu Símoníu Bjarnadóttur Héraðsskjalasafninu á Ísafirði fluttu erindi auk starfsmanna frá Þjóðskjalasafni Íslands, Landsskjalasafns Færeyja og Skjalasafns Grænlands. Starfsmenn frá fimm héraðsskjalasöfnum eru þátttakendur. Þingið er líka kjörinn vettvangur fyrir starfsmenn héraðsskjalasafnanna til að bera saman bækur sínar.

her_arn_vestnorraena_2011_2

Bærinn dregur nafn sitt af gjá, náttúrulegri höfn. Í Gjógv eru í dag 35 íbúar en uppbygging í þorpinu bendir til hins gagnstæða þar sem verið er að reisa 10 hús. Húsin í þorpinu eru hinsvegar flest nýtt sem sumarhús. og það sama á við um þau hús sem nú eru í byggingu.

Af efnistök fyrirlesara og umræðum þátttakenda er ljóst að það er í mörg horn að líta þegar kemur að skjalavörslu og skilum opinberra stofnanna, menntun skjalavarða, aðgengi að skjölum hvort heldur þau eru á pappír eða á rafrænu formi. Þá er ekki síður forvitnilegt að bera saman mismunand lausnir skjalasafnanna á verkefnum sem tengjast skjalavörslu stofnanna ríkis og sveitarfélaga.

ÞTM

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.