Borði

Skjöl og bækur sr. Magnúsar Guðjónssonar og Önnu Sigurkarlsdóttur

 

 
Sigurkarl Magnússon og Agnes Eydal afhenda Hrafni Sveinbjarnarsyni héraðsskjalaverði skjöl Sigurkarls Stefánssonar

Hinn 20. mars sl. afhenti Sigurkarl Magnússon sonur hjónanna sr. Magnúsar Guðjónssonar (1926-2010) og Önnu Sigurkarlsdóttur (1927-2010) Héraðsskjalasafni Kópavogs fyrsta hluta skjala foreldra hans og hefur afhendingin, sem telur um 5 hillumetra, smám saman borist síðan. 14. júní sl. buðu Sigurkarl og kona hans Agnes Eydal Héraðsskjalasafninu svo að athuga hvort nokkuð af bókum þeirra Magnúsar og Önnu myndi gagnast í handbókasafni Héraðsskjalasafnsins. Fóru starfsmenn því á stúfana og reyndist svo vera, samtals gáfu þau skjalasafninu ríflega stórt hundrað bóka, aðallega á sviði héraðssögu og ættfræði, sem munu koma að góðum notum fyrir gesti á lestrarsal safnsins.
Við sama tækifæri afhenti Sigurkarl skjöl frá móðurafa sínum og nafna, Sigurkarli Stefánssyni (1902-1995). Hann var cand. mag. í stærðfræði, stjörnufræði, eðlisfræði og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla, kunnur vísnagátuhöfundur og frumkvöðull í krossgátugerð á Íslandi. Hann kenndi við Menntaskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands.

GMH

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.