Borði

Upplýsingaréttur og skólabókasöfn í lögum um grunnskóla

Héraðsskjalavörður Kópavogs sendi menntamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 með síðari breytingum þskj. 1290 – 747. mál. Er hún tvískipt, varðar annars vegar skólabókasöfn og hins vegar skjalavörslu og skjalaskil einkaréttarlegra lögaðila er reka grunnskóla.

1. Skólabókasöfn

Er því fagnað að bókasöfnum í skólum sé aftur komið inn í lögin en gagnrýnt hversu lítill hugur fylgir máli í því, og að kostnaður virðist eiga að koma úr sjóðum sveitarfélaga. Lagt er til að menntamálaráðuneytinu verði falið að framfylgja því að skólabókasöfn uppfylli lágmarkskröfur, tryggi að þar starfi fagmenntaðir bókaverðir og að ríkið leggi fram fé til stofnunar og rekstrar þeirra. Í málflutningi fyrir menntamálanefnd benti héraðsskjalavörðurinn á að í drögum að lögum um Þjóðskjalasafn Íslands sem fram komu í desember hefði lestrarsalur verið felldur niður og hefðu líkindin við brottfall skólabókasafna úr lögum um grunnskóla verið sláandi.

Við þessu brást menntamálanefnd í nefndaráliti: http://www.althingi.is/altext/139/s/1640.html

„Nefndin telur rétt að ítreka að þótt ákvæði um skólasöfn hafi verið fellt úr gildi með gildandi lögum árið 2008 hefur ekki verið litið svo á að grunnskólum bæri ekki skylda til að hafa skólasöfn. Í ljósi þessa vill nefndin benda á að ekki er verið að leggja aukin verkefni né skyldu á sveitarfélögin og þar af leiðandi mun þessi lagabreyting ekki hafa í för með sér aukinn kostnað. Hjá umsagnaraðila kom fram að nauðsynlegt væri að setja í reglugerð reglur um lágmarksbókakost skólasafna. Nefndin telur að slíkt sé of íþyngjandi enda verður heimilt samkvæmt ákvæðinu að veita þjónustu skólasafna í samstarfi við almenningsbókasöfn. Nefndin telur einnig rétt að taka fram að ákvæðið nær til allra grunnskóla óháð rekstrarformi. Nefndin bendir á að vert er að hafa í huga mikilvægi faglegs starfs á skólasöfnum og hvetur sveitarfélögin til að ýta undir það.“

2. Skjalavarsla og skjalaskil einkaréttarlegra lögaðila er reka grunnskóla.

Lagt var til í umsögninni að bundið verði í lögin að kveðið sé á um skjalavörslu og skil skjala til viðeigandi héraðsskjalasafns í þjónustusamningum sveitarfélaga við einkafyrirtæki um rekstur grunnskóla. Persónulega hagsmuni skólabarna og almennra borgara verður að tryggja með því að skjöl um skólanám á grundvelli skólaskyldu eigi sér tryggan vörslustað í opinberu skjalasafni.

 

Í málflutningi fyrir menntamálanefnd benti héraðsskjalavörðurinn á að með vísan til óskýrleika um vægi 5. greinar laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands og 5. greinar reglugerðar nr. 283/1994 um héraðsskjalasöfn hefði verið efast um skilaskyldu þessara aðila á skjöl. Með frumvarpi til upplýsingalaga þar sem ákvæði er um að lágmark 75% opinbert eignarhald sé nauðsynlegt til að skapa almennan upplýsingarétt og skapa skyldu á afhendingu skjala til opinberra skjalasafna kynni að fara svo að grunnskóli rekinn af einkaaðila gæti fargað skjölum sínum að vild óháð upplýsingalögum og lögum um skjalaskil. Umrætt lagaákvæði væri því brýn nauðsyn.

Ekki var brugðist við þessu í meðferð Alþingis.

Umsögnin

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.