Borði

Menningarráð Suðurlands styrkir Héraðsskjalasafn Árnesinga

her_arn_styrkur_2011_1
Fulltrúi Iðnaðarráðuneytisins og Dorotee Lubecki  menningarfulltrúi afhenta héraðsskjalaverði Árnesinga styrk vegna Myndaseturs Suðurlands.

Menningarráð Suðurlands úthlutaði fjölda styrkja á Sögusetrinu á Hvolsvelli 19. maí sl. Alls bárust 171 umsókn þar sem sótt var um 108 milljónir til ýmissa verkefna. Á fundi Menningaráðs sem haldin var 20. apríl var samþykkt að veita 102 umsæknendum styrki, samtals rúmlega 26,5 milljónir. Héraðsskjalasafn Árnesinga fékk 700.000 vegna verkefnisns Myndasetur Suðurlands. Markmið verkefnisins er að gera sem flestar ljósmyndir í vörslu Héraðsskjalasafns Árnesinga aðgengilegar almenningi, sveitarfélögum í sýslunni og þeim sem áhuga hafa á ljósmyndum almennt á heimasíðuni Myndasetur Suðurlands. Á héraðsskjalasafninu eru nú um 125.000 ljósmyndir og á þessu ári hafa safninu þegar borist merkileg ljósmyndasöfn. Markmið þessa áfanga verkefnisins er gerbreyting á aðgengi að ljósmyndum héraðsskjalasafnsins og koma milli 5 og 10 þúsund ljósmyndum á vefsíðuna í árslok 2011.

her_arn_styrkur_2011_2

Sævar Logi Ólafsson og Þorsteinn Tryggvi Másson skoða samning um menningarstyrk á Sögusetrinu á Hvolsvelli.

Verkefnið er að hluta til samstarfsverkefni þriggja héraðsskjalasafna en Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og Héraðsskjalasafn Austfirðinga eru í samstarfi við Héraðsskjalasafn Árnesinga. Söfnin fengu styrk frá Alþingi vegna atvinnuskapandi verkefnis á landsbyggðinni þar sem Alþingi lagði hverju safni til 4,5 milljónir, til að greiða laun starfsmanna en reiknað er með sex stöðugildum á söfnunum vegna verkefnisins. Þá hafa sveitarfélög á hverjum stutt við bakið á verkefninu.

Almenningi mun gefast kostur á því að bæta skráningu ljósmyndanna þegar þær hafa verið birtar á verfsíðunni. Hluti verkefnisins felst því í samvinnu milli almennings, þeirra sem best þekkja til,  og starfsmanna skjalasafnsins þar sem ómetanleg þekking almennings er nýtt komandi kynslóðum til heilla. Mikilvægt er að verkefnið styðji við menningartengda ferðaþjónustu. Ljóst er að aðgengi ferðaþjónustuaðila og sveitarfélaga að öflugum myndabanka þar sem upplýsingar um tilurð mynda og sögu þeirra staða eða manna sem eru á myndunum getur bætt upplifun ferðamanna af þeim stöðum á Suðurlandi sem þeir sækja heim. Fjöldi söguskilta hafa þegar verið sett upp víðsvegar í sýslunni. Myndasetur Suðurlands getur einfaldað og bætt enn frekar þá góðu vinnu sem þarna er farin af stað. Myndasetur Suðurlands er sérstaklega ætlað að draga fram stað- og svæðisbundin einkenni sveitarfélaga á svæðinu. Lang stærstur hluti ljósmyndanna er af Suðurlandi og af sunnlendingum við leik og störf.

ÞTM

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.