Borði

Kópavogssaga á Kópavogsdögum

 
 Loftmynd af Kópavogi um 1964 tekin af Ólafi Jónssyni loftsiglingafræðingi.

Kópavogsdagar verða haldnir 7.-14. maí 2011.

Miðvikudaginn 11. maí kl. 17.15 mun Héraðsskjalasafn Kópavogs standa fyrir málstofu um sögu Kópavogs í Kórnum í Bókasafni Kópavogs.

Fyrirlesarar verða Björn Þorsteinsson, Gunnar Marel Hinriksson og Guðlaugur R. Guðmundsson. Björn vinnur að ritun sögu síðustu 30 ára í Kópavogi, Guðlaugur fjallar um örnefni í landi Kópavogsbæjar og væntanlegt rit þar að lútandi og Gunnar mun fjalla um byggð í landi Kópavogs fyrr á tímum, sérstaklega út frá kvikfjártalinu 1703.

Þriðjudaginn 10. maí og fram til laugardagsins 14. maí verður opin í anddyri Náttúrufræðistofu Kópavogs sýning á vegum Héraðsskjalasafns Kópavogs á loftmyndum af Kársnesi teknar á mismunandi tímum. Sýna þær hvernig nesið hefur breyst og þróast á umliðnum árum, hvort tveggja með aukinni byggð og landfyllingum.

Fjölmargt annað er á dagskrá Kópavogsdaga menningarlegs eðlis og verður m.a. haldið upp á merkisafmæli ýmissa stofnana bæjarins í ár, Leikskólinn Marbakki verður 25 ára, Salaskóli verður 10 ára og Kvöldskóli Kópavogs (áður Námsflokkar Kópavogs) verður 40 ára. Í Salnum verða endurteknir tónleikar í tilefni af níræðisafmæli Jóns Múla Árnasonar.

Nánar má glöggva sig á dagskrá Kópavogsdaga á heimasíðu þeirra:

Kópavogsdagar 2011

HS

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.