Borði

Upplýsingalagafrumvarp til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis

 

 Úr Já, ráðherra! (Yes, Minister) 1982

Yes Minister: The Skeleton in the Cupboard (Series 3. Episode 3) (1982)

James Hacker:
Hvernig á ég að útskýra týndu skjölin fyrir „The Mail“?

Sir Humphrey Appleby:
Tja, þetta er það sem við gerum venjulega við aðstæður eins og þessar.

James Hacker: [les minnisblað]
Þessi mappa inniheldur öll skjölin, fyrir utan nokkur leynileg skjöl, nokkur önnur sem eru enn í málum í vinnslu, nokkru af bréfaskiptum sem glataðist í flóðunum árið 1967...

James Hacker:
Var veturinn 1967 sérstaklega slæmur?

Sir Humphrey Appleby:
Nei, stórfenglegur vetur. Við týndum ósköpunum öllum af vandræðalegum málsskjölum.

James Hacker: [les]
Nokkuð af skjölum sem villtust frá í flutningnum til Lundúna og önnur þegar Stríðsskrifstofan var lögð undir Varnarmálaráðuneytið, og venjubundin lokun skjala sem kynnu við opinberun að verða grundvöllur málsóknar vegna meiðyrða eða brots á trúnaði eða valda ríkisstjórnum vinsamlegra ríkja vandræðum.

James Hacker:
Þetta er býsna ítarlegt. Hvað verður venjulega eftir handa þeim til að skoða?

James Hacker:
Hversu mörg verða eiginlega eftir? Um hundrað?... Fimmtíu?... Tíu?... Fimm?... Fjögur?... Þrjú?... Tvö?... Eitt?...
Ekkert?

Sir Humphrey Appleby:
Já, ráðherra.

Umsagnir um frumvarp til upplýsingalaga hafa nú birst á vef Alþingis, en það er nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd.

Tengill til umsagnanna

Áhugavert er að sjá ólík og andstæð viðhorf í þessu mikilvæga máli.

Tveir héraðsskjalaverðir, Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður Reykjavíkur og Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður Kópavogs hafa ritað umsagnir um frumvarpið.

Umsögn borgarskjalavarðar

Umsögn héraðsskjalavarðar Kópavogs

Fylgiskjal síðarnefndu umsagnarinnar er sameiginleg umsögn borgarskjalavarðar, héraðsskjalavarðar Árnesinga og héraðsskjalavarðar Kópavogs við drög að frumvarpinu sem áður hefur verið fjallað um hér og er sú umsögn talin að mestu í fullu gildi enn.

Í umsögnum héraðsskjalavarðanna birtast áhyggjur af því að aðgengi skerðist að opinberum skjölum. Einnig að skilaskylda á skjölum til skjalasafna virðist minnkuð með frumvarpinu. Aðgengi verði víða háð mati stjórnvalda sjálfra og jafnvel eins manns fremur en fjölskipaðs stjórnvalds.

Ákvæði um leynd á skjölum þykja of ströng miðað við erlenda löggjöf, aðgengisaldur skjalanna er talinn hærri en þörf er á. Einnig þykir galli að lögin takmarkast við fyrirliggjandi málsskjöl en ná ekki til allra opinberra skjala eins og bréfadagbóka og málaskráa.

Einnig er gagnrýnt að skilgreining á vinnugögnum stjórnvalda, sem undanþegin eru upplýsingarétti almennings, verði of víðáttumikil skv. frumvarpinu og verði þar með til aukinnar lokunar og leyndar en nú er.

Áhugavert er að rekstrarform á að hafa nokkra þýðingu fyrir upplýsingarétt almennings þrátt fyrir að eignarhaldið sé opinbert, jafnvel að meirihluta. Einkaréttarlegir lögaðilar í eigu hins opinbera er titill þessarar upplýsingaleyndar. Umsagnir ýmissa aðila annarra um frumvarpið vekja athygli í þessu samhengi.

H.S.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.