Borði

Úr kössum og koffortum í Listasafni Árnesinga

her_arn_syning_2011_2

Kolviðarhóll um 1930. Ljósmyndin er úr safni Miðengissystkinanna og er vafalítið tekin einum af fjölda ferðalaga þeirra um landið.

Þann 12. mars opnaði Héraðsskjalasafn Árnesinga ljósmyndasýninguna Úr kössum og koffortum í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Á sýningunni getur að líta myndir teknar á 60 ára tímabili frá um 1930 til 1990. Ljósmyndararnir eiga það sameiginlegt að hafa flestir verið búsettir í Hveragerði, Þorlákshöfn eða í Ölfusinu en allar myndir á sýningunni eru af þessu svæði. Myndirnar sýna m.a. þær miklu breytingar sem orðið hafa í Hveragerði og Þorlákshöfn.

Árið 2010 var gert átak í að safna myndum og bárust skjalasafninu um 70 þúsund ljósmyndir. Á skjalasafninu eru nú milli 100 og 125 þúsund ljósmyndir. Stærstur hluti þessara mynda er á 35 mm filmum en þar fyrir utan eru myndirnar líka á 6x6 og 6x9 filmum, litskyggnum, pappír og á glerplötum. Um þessar mundir stendur yfir skönnun og skráning ljósmyndanna og hafa bæst við tvö stöðugildi tímabundið á skjalasafninu vegna þessa verkefnis. Megintilgangur verkefnisins er að gera ljósmyndir í vörslu skjalasafnsins aðgengilegar almenningi og að skrá þær svo þær geti nýst á sem fjölbreyttastan hátt. Skráning ljósmyndana er í raun samvinnuverkefni starfsmanna héraðsskjalasafnsins, ljósmyndara, áhugamanna um héraðssögu, staðkunnugra og þeirra sem þekkjast á ljósmyndunum.

her_arn_syning_2011_1

Á legunni við Þorlákshöfn. Myndin er úr safni Benedikts Thorarensen.

Ef þú þekkir einhvern á myndunum eða á annan hátt getur veitt upplýsingar um þær, vinsamlegast hafðu samand við Héraðsskjalasafn Árnesinga.

ÞTM

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.