Borði

Menningararfleifð og öryggismál

 

 

Auðkennismerki menningarverðmæta til þess að auðkenna lausafé eða fasteign sem hefur mikla þýðingu sem menningararfur alls mannkyns. Það veitir friðhelgi í vopnuðum ófriði, skilgreint í Haag sáttmálanum frá 14. maí 1954.
Þegar merkið er sett upp þrefalt eins og hér er sýnt, er um að ræða menningarverðmæti undir sérstakri vernd. Barbörugöngin (Barbarastollen) falla undir slíka vernd.
Notkun á þessu merki er bundin við alþjóðlega sáttmála, einkum Haag sáttmálann 1899 og 1907, Genfarsáttmálann 1949 og bókunum við hann frá 1977 og 2005 auk annarra ákvæða alþjóða- samninga og laga um mannréttindi hvort sem um er að ræða skriflegan gjörning eða hefð. Misnotkun á þessum táknum er bönnuð skv. þessum sáttmálum og skv. lögum þeirra ríkja sem hafa staðfest þá.

Árið 2009 hrundi bygging sú er hýsti Borgarskjalasafn Kölnarborgar óvænt og vakti það víða óhug. Ekki reyndist unnt að bjarga öllum frumskjölum er urðu undir rústunum en öryggisljósmyndir reyndust vera fyrir hendi af nokkru af því sem tapaðist (eldra en frá árinu 1945) og með því sannaði skipuleg öryggisafritun gildi sitt.
Frétt Stuttgarter Zeitung um þetta

Í Þýskalandi eru öryggisafrit af mikilvægustu skjölum og bókum menningararfs Þjóðverja varðveitt djúpt inni í fjalli í Svartaskógi, nánar tiltekið í  Barbörugöngunum (Barbarastollen – kennd við heilaga Báru) í Oberried, ekki langt frá Freiburg í Breisgau.

Þessi öryggisafrit eru öll gerð á örfilmur (míkrófilmur). 28.000 kílómetrar af örfilmum er nú varðveitt þar.

Hægt er að glöggva sig nánar á þessu á heimasíðu Almannavarna Sambandslýðveldisins Þýskalands (Bundesamt für Bevölkerungsschutz und Katastrophenhilfe)  sem sér um þessa geymslu, en þetta er sá hluti almannavarna sem snýst um vernd menningarverðmæta (Kulturgutschutz). Á Íslandi falla almannavarnir undir Ríkislögreglustjóra, en orðin menningararfur og menningarverðmæti finnast ekki á vefsíðu embættisins.

Um Barbörugöngin á heimasíðu þýsku almannavarnanna

Umfjöllun á þýsku Wikipediu

Umfjöllun á ensku um Barbarastollen í  Haaretz

Þetta er eini staðurinn í Þýskalandi sem er skilgreindur undir sérstakri vernd Haag sáttmálans um vernd menningarverðmæta í stríðsátökum.

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga sem er bundin við menningararfleifð á stafrænu formi.

Tillaga til þingsályktunar um varðveislu íslenskrar menningararfleifðar á stafrænu formi

Í ályktuninni er m.a. minnst á stríðið í Írak, en eftir þau ósköp gerðust Bandaríkin einmitt aðilar að Haag sáttmálanum. Sjá frétt hér á vefnum

Gott væri ef þessi ályktun væri víðtækari og næði einnig til annarrar menningararfleifðar Íslendinga. Ekki væri úr vegi að almannavarnir og vörslustofnanir menningararfleifðar Íslendinga tækju upp reglulegt samstarf, m.a. um afritasafn á örfilmur á borð við það sem Þjóðverjar hafa í Barbörugöngunum.

Leggja ber þó áherslu á að varðveisla menningararfleifðar fer fram með ýmsum öðrum hætti en öryggisafritun t.d. með því að búa vel að söfnum og vörslustofnunum í húsnæði og öryggisbúnaði að ógleymdu því að hafa arfleifðina í vörslu hæfs fagmenntaðs starfsliðs. Menningararfinn þarf að varðveita í raun og veru svo hann verði ekki að eintómum sýndarveruleika.

Mikilsvert er að öryggisafrit séu á stöðugu, varanlegu og auðlæsilegu formi eins og örfilmum. Rafrænt form dugir ekki, enda nýta Þjóðverjar það ekki undir öryggisafrit síns menningararfs.

Hér á vefnum hefur áður verið hvatt til þess að Ísland gerist aðili að Haag sáttmálanum og gæti það orðið liður í að taka upp skipulega stefnu til verndar íslenskri menningararfleifð.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.