Borði

Lindarfélagið afhendir skjöl sín

Héraðsskjalasafn Árnesinga fékk afhent skjöl Lindarfélagsins þann 17. febrúar 2011. Fyrrum skólahús Húsmæðraskólans á Laugarvatni, Lindin, er eitt af sögufrægari húsum á staðnum. Elsti hluti hússins var reistur fyrir Ragnar Ásgeirsson ráðunaut sem kom að Laugarvatni á vegum Búnaðarfélags Íslands vegna garðyrkjutilrauna árið 1932. Fljótlega var byggt við húsið sem var heimili Ragnars og fjölskyldu hans frá 1932-1942. Á þessum ellefu árum voru ýmsir listamenn tíðir gestir hjá fjölskyldu Ragnars, m.a. Gunnlaugur Scheving, Halldór Kiljan Laxness og Sigvaldi Kaldalóns. Í upphafi árs 1943 var Húsmæðraskóli Suðurlands stofnaður að tilhlutan Sambands sunnlenskra kvenna og Bjarna Bjarnasonar á Laugarvatni og byggt við húsið. Í Lindinni var 12 kvenna húsmæðra deild í húsinu. Enn var stækkað við húsið en flestar urðu námsmeyjarnar 51 talsins árið 1969 sem var síðasta árið sem Húsmæðraskólinn var starfræktur Lindinni.

her_arn_lindarfelagid

Steinar Matthíasson fyrsti formaður Lindarfélagsins ritar í gestabók skjalasafnsins. Með Steinari í för voru þau Margrét S. Gunnarsdóttir, Eygló Þórðardóttir, Rannveig Pálsdóttir og Óskar H. Ólafsson.

Hluti Lindarinnar varð leikskóli 1976 auk þess sem hún var nýtt sem íbúð fyrir kennara á staðnum. Um miðjan níunda áratuginn komu upp hugmyndir um að rífa Lindina og endurskipuleggja lóðina.

Í upphafi árs 1991 var haldinn fundur áhugafólks um varðveislu Lindarinnar. Á fundinum kom Steinar Matthíasson fram með sterk rök fyrir varðveislu hússins og gildi þess fyrir samfélagið í Laugardalshreppi. 4. mars var Lindarfélagið stofnað. Fyrstu stjórn þess skipuðu Steinar Matthíasson formaður auk Margrétar Gunnarsdóttur og Pálma Hilmarssonar. Meginhlutverk félagsins var að stuðla að uppbyggingu og varðveislu Lindarinnar og lóðarinnar og stuðla að því að húsið verði nýtt á þann hátt sem kemur samfélaginu í Laugardalshreppi best. Næstu árin var unnið jöfnum höndum við húsið og garðinn. Félagar í Lindarfélaginu unnu við garðinn í sjálfboðavinnu. Vígðalaug sem tengist garðinum naut líka vinnusemi Lindarfélaga sem leituðust við að tryggja laugina.

Árið 2000 gaf Steinar Matthíasson ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og var Kristinn Kristmundsson skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni kosinn í hans stað. Enduruppbygging Lindarinnar og garðsins hafði tekist vel en nú hugðist sveitarfélagið selja húsið. Lindarfélagið var mótfallið fyrirhugaðri sölu, en Laugardalshreppur átti húsið. En hefur húsið ekki verið selt. Formlegri starfsemi Lindarfélagsins lauk árið 2002 og óhætt er að fullyrða að félagið hafi náð markmiðum sínum um varðveislu Lindarinnar. Auk veitingarekstar er enn rekinn leikskóli í húsinu.

ÞTM

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.