Borði

Skjalfræðinám við Háskóla Íslands eflt

Fagnaðarefni er að kennsla í skjalfræði sem aukagrein í sagnfræði hefst nú í haust við Háskóla Íslands.

Erlendis er slík menntun oft veitt í háskólum á þennan hátt en í fjölmennum löndum þar sem sérstaklega er vandað til eru sérstakir skólar ætlaðir skjalavörðum. Sjá hér á vefnum.

Ákveðin grunnmenntun um skjöl og skjalavörslu er órofa þáttur í þjálfun embættismanna og opinberra starfsmanna víða um heim. Með því er ákveðin formfesta í embættisfærslu tryggð. Háværar kröfur eru nú uppi um það hér á landi eftir efnahagshrunið sem beint hefur sjónum margra að brotalömum í stjórnsýslu landsins. Nauðsynlegt er að grunnatriði skjalavörslu og umgengni við skjöl sé þáttur í þjálfun allra opinberra starfsmanna á Íslandi.

Efling skjalfræðináms við Háskóla Íslands er skref í átt að umbótum í þá veru.

Árið 1985 var í fyrsta sinn kennt námskeið í sagnfræði við Háskóla Íslands undir heitinu Skjalasöfn og skjalavarsla. Námskeiðið var kennt í stundakennslu nokkurn veginn annað hvert ár til ársins 2005. Þá var gerður samningur milli Þjóðskjalasafns Íslands og Háskóla Íslands um fasta hálfa stöðu lektors í skjalfræði við sagnfræðiskor. Kristjana Kristinsdóttir hefur gegnt þeirri stöðu frá upphafi.

Í lok árs 2010 var samþykkt af hugvísindasviði Háskóla Íslands að gera kennsluna í skjalfræði að aukagrein í sagnfræði og hefst kennsla í aukagreininni á kennsluárinu 2011 til 2012.

Námsleiðin er ætluð nemendum sem hafa hug á því að starfa á skjalasöfnum, hvort heldur sem skjalavörður á skjalasafni, við stofnun eða fyrirtæki.

Námið nær til sígildra aðferða við skjalavörslu. Skoðaður er ferill skjals frá því það er myndað þar til daglegt gildi þess hefur vikið fyrir hinu sögulega, fjallað um gamlar og nýjar skjalavörsluaðferðir, frágang skjala í geymslu og gerð skjalaskrár, auk skjalalestrar og stjórnsýslusögu. Fjallað er um nýjar áherslur og viðhorf í skjalfræðum m.a. um notkun og varðveislu rafrænna skjala, og lögð áhersla á heimildargildi skjala og notkun þeirra.

Aukagreinin er einkum ætluð sagnfræðinemum, enda er góð undirstaða í þeirri grein forsenda fyrir  námi í skjalfræði og starfi á þeim vettvangi. Forkröfur eru 20 einingar í sagnfræði, það er Sagnfræðileg vinnubrögð og annað tveggja kjarnanámskeiða í Íslandssögu.

Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur með aðra aðalgrein en sagnfræði taki skjalfræði sem aukagrein og eru forkröfur þær sömu og hjá sagnfræðinemum. Til greina kemur að önnur námskeið verði metin sem ígildi forkröfunámskeiða í sagnfræði og þarf að sækja um það til námsbrautar í sagnfræði.

Námið er 60 einingar og námsframboð miðar við að hægt sé að ljúka því á tveimur árum.

Skyldunámskeiðin  eru samanlagt 40 einingar og samanstanda nú af eftirtöldum námskeiðum:
Skjalasöfn og skjalavarsla
Skjalavarsla á 20. og 21. öld
Skjalalestur 1550-1850
Stjórnsýsla á fyrri öldum
Vettvangsvinna á Þjóðskjalasafni
Hagnýtt verkefni

Sjá nánar um nokkur þeirra hér á vefnum.

Að öðru leyti eru námskeið valfrjáls, hvort sem það eru sérhæfð námskeið í sagnfræði eða námskeið í öðrum greinum sem tengjast skjalavörslu og stjórnsýslu á einhvern hátt. Ár hvert verður birtur listi yfir þau námskeið sem mælt er með og sem kennd eru hverju sinni.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.