Borði

Staða Þjóðskjalasafns Brasilíu rýrð

Eftir kosningar í desember í Brasilíu hefur verið tilkynnt opinberlega að Þjóðskjalasafn Brasilíu Arquivo Nacional verði flutt undan forsetaembættinu, þar sem það hefur verið frá árinu 2000 og undir dómsmálaráðuneytið þ.e. því verður hnikað niður á við og til hliðar. Það er talið veikja sjálfstæði þess og vægi í stjórnsýslunni. Skjalaverðir í Brasilíu eru undrandi á þessu og í uppnámi.

Félag brasilískra skjalavarða Associação dos Arquivistas Brasileiros hefur óskað eftir því við þarlend stjórnvöld að Þjóðskjalasafninu verði haldið varanlega undir forræði forsetaembættisins. Undirskriftarlisti í formi opinberrar bænaskrár hefur verið settur í umferð.

Þetta er umhugsunarvert í ljósi þess hvernig málum er háttað á Íslandi, en hér á landi er Þjóðskjalasafni Íslands skipað undir mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Yfirlýsing Félags Brasilískra skjalavarða um málið (á portúgölsku)

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.