Borði

Afmælissýning Héraðsskjalasafns Árnesinga

Afmælissýning Héraðsskjalasafns Árnesinga í tilefni af 25 ára afmæli safnsins var opnuð 1. desember. Á sýningunni getur að líta ljósmyndir í vörslu safnsins, flestar úr söfnum Tómasar Jónssonar, Sigurðar Jónssonar og Jóhanns Þórs Sigurbergssonar, en rúmlega 100.000 myndir hafa verið afhentar safninu. Átak í söfnun ljósmynda hófst í ársbyrjun 2010 og stendur enn, en Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari hefur farið um héraðið fyrir hönd skjalasafnsins. Hluti af þeim myndum sem nú eru til sýnis eru afrakstur af þessu átaki en auk þeirra eru líka sýndar myndir úr söfnum annarra ljósmyndara. Á afmælissýningunni eru rúmlega  200 myndir sem eru sýndar á 3x2 metra tjaldi. Þá er sýndar stuttar kvikmyndir víðsvegar af úr sýslunni sem safninu hafa líka borist. Sýningin er utandyra við Ráðhús Árborgar og er „opin“ milli 16:00 og 22:00 alla daga til jóla.

her_arn_25_ara_afmaeli_3

Hér má sjá gesti við myndagluggann í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Árborgar þar sem héraðsskjalasafnið er til húsa.

Undirbúning að stofnun héraðsskjalasafnsins má rekja aftur til ársins 1982 þegar áhugamanafélag um héraðssögu var sett á fót. Á aðalfundi sýslunefndar Árnessýslu 6. og 7. júní 1985 var stofnsamþykkt Héraðsskjalasafns Árnesinga samþykkt og síðan undirrituð af þjóðskjalaverði 15. nóvember 1985 sem telst formlegur stofndagur héraðsskjalasafnsins. Sumarið 1985 var Finnur Magnússon ráðinn til að fara um sýsluna til að safna skjölum, afla upplýsinga og kynna skjalasafnið. Árið 1986 var Inga Lára Baldvinsdóttir ráðin til að safna skjölum en Kristinn Júlíusson sá um móttöku skjala. Erlingur Brynjólfsson gekk síðan til liðs við skjalasafnið í hlutastöðu 1988. En ekki var fastur starfsmaður við safnið.

her_arn_25_ara_afmaeli_1

Ólafur Ásgeirsson Þjóðskjalavörður gaf héraðsskjalasafninu mynd úr safni Teiknistofu sambandsins af frágangi á lóð umhverfis Kaupfélagshúsið þar sem safnið er til húsa. Hér eru Ólafur Ásgeirsson, Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður, Björn Pálsson fyrrv. hérðasskjalavörður og Kjartan Björnsson formaður stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Vatnaskil urðu í rekstri skjalasafnsins árið 1990. Björn Pálsson var þá ráðinn í hálfa stöðu sem héraðsskjalavörður. Þann 8. september 1991, á 100 ára afmæli Ölfusárbrúar, flutti skjalasafnið í gamla kaupfélagshúsið sem nú hýsir bæði Bókasafn Árborgar og Ráðhús Sveitarfélagsins Árborgar.

her_arn_25_ara_afmaeli_2

Jóhann Þór Sigurbergsson fékk afhenta staðfestingu á því að ljósmyndasafn Jóhanns, alls um 36.000 myndir verði í vörslu héraðsskjalasafnsins.

Hlutverk Héraðsskjalasafns Árnesinga er í meginatriðum tvíþætt. Skjalasafninu ber að varðveita skjöl sveitarfélaga sýslunnar, bæði hinna fornu hreppa og þeirra átta sveitarfélaga sem nú eru til staðar. En sveitarfélögum og undirstofnunum þeirra ber skylda til að afhenda safninu skjalasöfn sín. Skjalasafnið hefur eftirlitsskyldu gagnvart sveitarfélögunum og vinnur náið með starfsfólki sveitarfélagana að því að gera skjalavörslu þeirra öruggari, skilvirkari og ódýrari. Þetta er stjórnsýslulegt hlutverk skjalasafnsis. Þá ber skjalasafninu að varðveita og efla þekkingu á sögu Árnessýslu. Skjalasöfn félaga, fyrirtækja og ekki síst einstaklinga varpa ljósi á ýmsa þætti í sögu sýslunnar. Skjalasafninu tekur við einkaskjalasöfnum, skráir og tryggir aðgengi almennings að skjalasöfnunum. Þetta er hið menningarlega hlutverk skjalasafnsins.

ÞTM

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.