Borði

Stærsta afhending ársins í Árnesþingi

Skipulags- og byggingafulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar afhenti á dögunum skipulagsuppdrátt Selfosskauptúns sem staðfestur var af Atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti 2. ágúst 1939 og undirritaður af Ólafi Thors. Uppdrátturinn er 238 x 125,5 sm. og því stærsta afhending á Héraðsskjalasafn Árnesinga á þessu ári.

her_arn_skipulagsuppdrattur

Sævar Logi Ólafsson skjalavörður, Bárður Guðmundsson Skipulags- og byggingafulltrúi og Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður með skipulagsuppdrátt Selfosskauptúns á milli sín.

 

Uppdrátturinn er vel varðveittur. Þetta eru þrjár stórar arkir límdar á léreft og uppdrátturinn varðveittur upprúllaður. Forvörður mun nú skoða uppdráttinn, lagfæra minniháttar skemmdir og þá verður skoðað með hvaða hætti best sé að varðveita hann til framtíðar.

ÞTM

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.