Borði

Húsfyllir á opnu húsi héraðsskjalasafnanna

norraeni_skjalad_2010_1

Kári lét sitt ekki eftir liggja á Norræna skjaladeginum 2010 og skóp samhljóm milli veðurs og yfirskriftar dagsins, Eins og vindurinn blæs...  á opnu húsi 15 hérðasskjalasafna.

Það var húsfyllir á Norræna skjaladeginum 2010 í Grófarhúsi laugardaginn 13. nóvember þar sem 575 gestir heimsóttu Grófarhús og opið hús 15 héraðsskjalasafna. Yfirskrift dagsins var Eins og vindurinn blæs… en samnorrænt þema dagsins í ár var Veður og loftslag. Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, bauð gesti velkomna og kynnti dagskrána sem var fjölbreytt. Söngfélag Skaftfellinga söng við góðar undirtektir og kvikmynd um horfna búskaparhætti í Skaftafellssýslum var sýnd. Fyrirlestar voru á hálftíma fresti allan daginn í miðrými hússins og gerðu gestir góðan róm að fyrirlestrunum.

norraeni_skjalad._2010_2

Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, býður gesti velkoma á opið hús hjá Félagi héraðsskjalavarða á Íslandi á Norræna skjaladaginn 2010. Söngsveit Skaftfellinga söng síðan nokkur lög við góðar undirtektir gesta.

norraeni_skjalad_2010_3

Guðrún Nína Petersen á Veðurstofu Íslands var einn af fyrirlesurum dagsins. Fyrirlestur Guðrúnar Nínu um Skemmtileg ský og flúgandi furðuhluti vakti lukku og voru gestir hvattir til að senda Veðurstofunni ljósmyndir af skýjum.

norraeni_skjalad_2010_4

Hann var oft þéttskipaður bekkurinn á fyrirlestrum á opnu húsi Félags héraðsskjalavarða á Íslandi.

Fimm héraðsskjalasöfn sýndu skjöl. Sérstaka athygli vakti sýning Héraðsskjalasafns Kópavogs á því sem slæðist með skjölum sem afhent eru á héraðsskjalasöfnin og eins sýning á skjölum frá Héraðsskjalasafni Árnesinga sem höfðu lent í vatnstjóni og bruna. Þá var stór ljósmyndasýning frá 15 héraðsskjalasöfnum og kenndi þar margra grasa, ljósmyndir sem hafa verið afhentar söfnunum, ljósmyndir af skjölum og af starfsmönnum héraðsskjalasafnanna við vinnu sína.

norraeni_skjalad_2010_5

Gestir skoða skjöl á sýningu Félags héraðsskjalavarða á Íslandi.

Þá voru sérfræðingar héraðsskjalasafnanna til viðtals og ráðlögðu gestum um skjalavörslu, skráningu skjala, og ljósmynda auk  afhendinga á hérðasskjalasöfnin o.fl. Ljóst er á fjölda fyrirspurna að fagfólk á sviði skjalavörslu þarf ekki að óttast verkefnaskort á næstunni og einstaklingar greinilega áhugasamir um að varðveita og halda til haga og ganga vel frá einkaskjalasöfnum sínum.

Sögufélagið, Sögufélag Borgfirðinga og Sögufélag Árnesinga kynntu starfsemi sína og buðu gestum og gangandi að kaupa bækur á góðu verði. Oddur Helgason ættfræðingur hjá Ættfræðiþjónustunni ORG rak ættir gesta og svaraði fjölda fyrirspurna um ættir manna.

norraeni_skjalad_2010_6

Oddur Helgason umkringdur áhugasömum gestum sem kynntu sér starfsemi ORG ættfræðiþjónustu.

 

Gestir gerðu veitingum frá Kökugerð HP á Selfossi og Nóa Síríusi, sem styrktu héraðsskjalasöfnin með myndarskap, góð skil á meðan þeir sötruðu kaffi, skoðuðu skjöl, keyptu bækur og hlýddu á fróðlega fyrirlestra.

Þá hvetjum við áhugasama að fara inn Facebook síðu safnanna skjalasöfnin kynna sig eða á skjaladagsvefinn skjaladagur.is en þar hægt að sjá framlag allra opinberra skjalasafna í tilefni dagsins og eldri framlög.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.