Borði

Ný stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns Íslands skipuð

Menntamálaráðuneytið hefur skipað nýja stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns Íslands. Nefndin er þannig skipuð: Dr. Már Jónsson prófessor, formaður, dr. Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri skjalavörslusviðs Þjóðskjalasafns og Margrét Gestsdóttir sagnfræðingur, varaformaður. Þá á þjóðskjalavörður sæti í nefndinni samkvæmt stöðu sinni. Þjóðskjalavörður er Ólafur Ásgeirson. Már Jónsson er tilnefndur af Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Hrefna Róbertsdóttir er tilnefnd af fastráðnu starfsfólki Þjóðskjalasafns og Margrét Gestsdóttir er skipuð af Menntamálaráðuneyti. Stjórnarnefndin er skipuð frá 11. október 2010 til 30. september 2014.

Félag héraðsskjalavarða á Íslandi óskar nýrri stjórnarnefnd velfarnaðar í starfi og vonar að samstarf stjórnarnefndarinnar og héraðsskjalasafnanna verði farsælt.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.