Borði

Austfirskar fréttir

Ný ljósmyndasýning er komin á heimasíðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Sýningin nefnist Austfirskar fréttir og er hún helguð fréttamyndum frá árabilinu 1985-2004.

her_aust_syning_2010_haust

Seinni part vetrar árið 1997 sagði Austri frá grisjun í Geitagerðisskógi þar sem unnir voru girðingastaurar. Myndin sýnir Hákon Aðalsteinsson skáld og skógarbónda við störf. Austramynd (ljósmyndara er ekki getið).

Fer þar mest fyrir myndum úr ljósmyndasafni Vikublaðsins Austra en einnig eru á sýningunni myndir frá Kaupfélagi Héraðsbúa og Ríkisútvarpinu á Austurlandi. Þó hér sé talað um fréttamyndir ber að geta þess að fæstar gefa okkur innsýn í stórviðburði heldur er hér um að ræða myndir frá atvinnu- og menningarlífi í fjórðungnum og mun fátt teljast fréttnæmt á heimsvísu. Frekari upplýsingar um myndirnar eru vel þegnar (í síma 471 1417 eða á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ). Arndís Þorvaldsdóttir valdi myndirnar og ritaði myndatexta.

HL

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.