Borði

Skjöl Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík

Húsmæðraorlof í Reykjavík á sér merka sögu. Árið 1954 hafði Ragnheiður Möller framsögu um lögfestingu orlofs húsmæðra á Norðurlöndum og lagði til að nefnd undirbyggi málið fyrir landsþing Kvenfélagasambands Íslands. Lög um orlof húsmæðra voru fyrst sett á Alþingi 7. júní 1960 en núgildandi lög voru sett 29. maí 1972.

Í tilefni af átaki félags Félags héraðsskjalavarða um skjöl kvenfélaga hefur Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík ákveðið að afhenda Borgarskjalasafni Reykjavíkur skjalasafn sitt til varðveislu og er það heildstætt og merkt safn. Það var Magnea Antonsdóttir sem afhenti Borgarskjalasafni skjölin 26. janúar 2010. Í skjalasafninu eru fundargerðabækur, bæklingar, ljósmyndir, auglýsingar og bókhaldsgögn og nær það frá árunum 1961-1998.

Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík í dag starfar á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík og er kosið í hana á árlegu þingi BKR. Sömu reglur gilda um orlofsnefnd og aðrar nefndir innan Bandalagsins. Nefndina skipa 6 konur, tilnefndar af aðildarfélögum BKR sem í dag eru 13 talsins. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og sjá um orlofsferðir húsmæðra. Hver kona má sitja í nefndinni 6 ár í senn. Nefndin stendur fyrir fjölbreyttu starfi og ferðum sem lesa má um á vef hennar.

Nánari umfjöllun um afhendingu skjalanna á vef Borgarskjalasafns.

SB

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.