Borði

Þjóðskjalavörður setur héraðsskjalasöfnum skilyrði

Með bréfi dags. 18. febrúar sl. tilkynnti þjóðskjalavörður héraðsskjalavörðum um ný skilyrði sem héraðsskjalasöfn þurfa að uppfylla til þess að halda starfsleyfi sínu.

Áhersla var lögð á þessi skilyrði með vísan til ákvæða 12. og 13. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands sem fjalla um héraðsskjalasöfn, heimild til stofnunar þeirra og viðurlög við því að héraðsskjalasafn falli í vanhirðu.

Skilyrði þjóðskjalavarðar fyrir því að héraðsskjalasöfn annist varðveislu rafrænna gagna:

1. Til sé vél- og hugbúnaður sem gerir héraðsskjalasafni kleift að taka við vörsluútgáfum, prófa þær og varðveita. Varðveita þarf þrjú eintök gagna, eitt eintak gagna í viðkomandi héraðsskjalasafni, eitt í Þjóðskjalasafni og eitt á öðrum öruggum stað með leyfi þjóðskjalavarðar. Þjóðskjalasafn veitir nánari upplýsingar um nauðsynlegan búnað og forrit.

2. Á safninu séu öruggar aðstæður til að vinna við rafræn gögn, svokallað móttökuverkstæði með nauðsynlegum búnaði og með aðgangstakmörkunum og lokuðu tölvukerfi, og geymslur fyrir rafræn gögn aðskildar frá öðrum geymslum, sérstök herbergi eða sérstakir eldfastir skápar.

3. Starfsmenn héraðsskjalasafnsins hafi þekkingu og færni til þess að meta rafræn kerfi sveitarfélaga og stofnana þeirra. A.m.k. einn starfsmaður þarf að hafa staðgóða menntun á sviði tölvufræða sem geti tekið og metið rafrænar vörsluútgáfur gagna, prófað þær og vistað samkvæmt þeim reglum sem Þjóðskjalasafn setur.

Þetta setur héraðsskjalasöfnin í nokkurn vanda ekki síst á niðurskurðartímum í efnahagsmálum.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.