Borði

Ljósmyndasýning í Safnahúsinu á Egilsstöðum

Fimmtudaginn 4. febrúar sl. opnaði í Safnahúsinu á Egilsstöðum ljósmyndasýningin Þrælkun, þroski, þrá? Sýningin er fengin að láni hjá Þjóðminjasafni Íslands en þar var hún upphaflega sett upp í febrúar 2009. Á sýningunni getur að líta valdar ljósmyndir eftir íslenska ljósmyndara sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Ljósmyndasafn Austurlands höfðu forgöngu að uppsetningu sýningarinnar í Safnahúsinu en hin söfnin í húsinu komu einnig að uppsetningunni enda hefð komin á samstarf milli safnanna við sýningahald.

Sýningin Þrælkun, þroski, þrá fjallar um börn við vinnu á sjó og í landi. Sýningin vekur  spurningar um vinnumenningu og barnauppeldi á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Þar er kannað hvernig ljósmyndir geta breytt viðhorfi okkar til fortíðarinnar eftir því samhengi sem þær eru skoðaðar í. Þær kveikja umhugsun um vinnu barna, aðbúnað þeirra og vinnuskilyrði og samskipti sjómanna og barna. Hvenær breytast ævintýri og heilbrigð vinnumenning í þrælkun? Hvenær verða aðstæðurnar óyfirstíganlegar fyrir lítil börn, líkamlega og tilfinningalega. Hvar liggja mörkin?

Sýningin Þrælkun, þroski, þrá  byggir á stærri rannsókn sem Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur vann í rannsóknarstöðu dr. Kristjáns Eldjárns við Þjóðminjasafn Íslands. Í tengslum við sýninguna gaf Þjóðminjasafnið út bókina Afturgöngur og afskipti af sannleikanum en í henni er fjallað um ljósmyndir sem menningarlegt greiningartæki og skoðað hvernig ljósmyndir móta sjálfsmynd, gildismat og viðhorf einstaklinga og þjóða.

Sýningin er á öllum þremur hæðum Safnahússins og mun hún standa fram í maí.

HL

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.