Borði

Skjalasöfn á Safnanótt

Héraðsskjalasafn Kópavogs, Borgarskjalasafn og Þjóðskjalasafn Íslands bjóða upp á spennandi dagskrá á Safnanótt föstudaginn 12. febrúar nk.

 

Safnanótt

 

 

Á þriðju hæð í Hamraborg 1 í Kópavogi verður sýningin „Pólitískir draumar og martraðir“ opnuð í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Á henni munu gestir geta kynnt sér sögu kosninga í Kópavogi frá því um 1950 til dagsins í dag. Sýndur verður pólitískur áróður, pólitísk músík verður leikin og mögulega munu gestir geta æft sig í kosningum í kjörklefa og með kjörkassa.

Plakat Kópavogur

Borgarskjalasafn verður með fjölbreytta dagskrá; klezmertónlist Varsjárbandalagsins, draumráðningar, kynning á héraðsskjalasöfnunum á Íslandi, sýningar á skjölum, frumflutning á dansverki og margt fleira.

Borgarskjalasafn

Þjóðskjalasafn býður m.a. upp á getraun í ráðningu fornrar skriftar, kynningu á manntalsgagnagrunninum www.manntal.is og kynnningu á ættfræðirannsóknum sem og sýningu á skjölum og fyrirlestra um skólapilta í Skálholti og raðmorðingja.

Manntal 1703


Dagskrá Safnanætur í heild er að finna á heimasíðu Safnanætur.

Ekki láta þig vanta á skjalasöfnin á Safnanótt!

GMH

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.