Borði

Átak Biskups Íslands og Félags héraðsskjalavarða um söfnun skjala sóknarnefnda

her_kop_soknarnefndir

Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson og Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður í Kópavogi skoða skjöl sóknarnefndar Kópavogskirkju á Dómkirkjuloftinu á fréttamannafundi 3. febrúar 2010.

Fleiri myndir

Átak um söfnun skjala sóknarnefnda hófst með blaðamannafundi Biskups Íslands og Félags héraðsskjalavarða á Dómkirkjuloftinu í Reykjavík 3. febrúar 2010. Staðarvalið var táknrænt því á Dómkirkjuloftinu var stofnuð fyrsta opinbera skjalavörslustofnun Íslands einvörðungu til þess að varðveita skjöl, Landsskjalasafnið árið 1882, en það hlaut árið 1915 nafnið Þjóðskjalasafn Íslands. Þjóðskjalasafnið er fagleg yfirstofnun héraðsskjalasafnanna. Við þetta tækifæri flutti Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður í Kópavogi pistil um sóknarnefndir.

Sóknarnefndir hafa haft mikil áhrif á menningar- og trúarlíf landsmanna í gegnum tíðina. Í gögnum sóknarnefnda leynast því mörg merkileg söguleg gögn sem er mikilvægt að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Misjafnt getur verið hvers konar gögn einstakar sóknarnefndir varðveita. Allar hafa nefndirnar þó haldið fundagerðabækur og gert ársreikninga. Þá gætu verið í fórum nefndanna margvísleg gögn sem tengjast kirkjubyggingum, kirkjukórum og kirkjugörðum, svo dæmi séu nefnd.

Héraðskjalasöfnin munu sjá um að skrá og ganga frá skjölum sóknarnefndanna þeim að kostnaðarlausu. Þeir einstaklingar sem hafa í fórum sínum skjöl sem varða starfsemi sóknarnefnda eru einnig hvattir til að skila þeim til síns héraðsskjalasafns. Best er að fá skjölin í sem upprunalegasta ástandi, þ.e. óflokkuð.

Héraðskjalasöfn landsins eru alls 20 talsins og varðveita þau skjöl stofnana og fyrirtækja þeirra sveitarfélaga sem undir þau heyra. Þau hafa einnig eftirlit með skjalastjórn afhendingarskylda aðila og veita þeim ráðgjöf. Héraðskjalasöfnin taka einnig til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja á safnsvæðinu en þau skjöl veita okkur ómetanlega mynd af sögu og mannlífi viðkomandi byggðarlags.

Héraðsskjalasöfn efna nú til átaks með Biskupi Íslands í því skyni að hvetja sóknarnefndir til að varðveita sögu sína með því að koma skjölunum á næsta héraðskjalasafn í því skyni að skjölin varðveitist á öruggum stað. Forsvarsmenn sóknarnefnda, og þeir sem hafa undir höndum skjöl sóknarnefnda, eru því hvattir til að hafa samband við næsta héraðskjalasafn varðandi nánari upplýsingar eða koma skjölunum til þeirra til varðveislu.

Helstu lög og reglur er varða starfsemi sóknarnefnda frá 1880 til vorra daga er að finna undir samstarfsverkefni neðst á síðunni.

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.