Borði

Björn Pálsson lætur af störfum

Björn Pálsson lét af störfum á Héraðsskjalasafni Árnesinga nú um mánaðarmótin eftir 20 ára starf og þar af rúm 19 ár sem héraðsskjalavörður. Björn hefur þó fylgt safninu lengur en hann var í áhugamannafélagi um stofnun hérðasskjalasafns í Árnesþingi sem varð til á útmánuðum 1982. Þremur árum síðar var Héraðsskjalasafn Árnesinga lögformlega stofnað. Frá 1985 til 1990 störfuðu Inga Lára Baldvinsdóttir og Erlingur Brynjólfsson á héraðsskjalasafninu. Björn var svo ráðinn fyrsti héraðsskjalavörður safnsins haustið 1990.

her_arn_bp_starfslok
Björn Pálsson fyrrverandi héraðsskjalavörður í einni af skjalageymslum
Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Á þessum 20 árum hefur safnið margfaldast að vöxtum inniheldur nú um 900 hillumetra af skjölum sveitarfélaga, einstaklinga, félaga og fyrirtækja í Árnessýslu. Ásamt því að tryggja margvísleg réttindi íbúa sýslunnar og sveitarfélaganna er safnið öflugur fræðabrunnur þegar kemur að rannsóknum á sögu sýslunnar.

Á þessum tímamótum er Birni þakkað fyrir það mikla brautryðjandastarf sem hann hefur unnið og honum óskað góðs gengis á nýjum vettvangi.
ÞTM

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.