Borði

Önnur yfirlýsing Alþjóða skjalaráðsins um Haítí

Enduruppbygging fremur en eyðilegging
Alþjóða skjalaráðið fylgist vel með framgangi hjálparstarfa sem unnið er í Port-au-Prince (Haítí). Meðan hreinsunarstarfi miðar jafnt og þétt áfram gefa þær upplýsingar sem berast okkur tilefni til að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á því að þörf er aðgerða til að tryggja sjálfbæra endurreisn Haítí. Grundvallaratriði er að tryggja öryggi svokallaðra lífsnauðsynlegra skjala. Hvort sem um er að ræða skjöl þjóðskrár eða önnur skjöl sem gera borgurunum kleift að sanna á sér deili eða tryggja réttindi sín eða önnur skjöl sem hafa stjórnkerfislega þýðingu og eru enn í ráðuneytum, öll þessi skjöl verða að njóta sérstakrar verndar. Þau eru grundvöllur þess að hægt verði að koma stjórnsýslu og stjórnmálalífi af stað að nýju.
Þessi skjöl eru að hluta til varðveitt af Þjóðskjalasafninu og að hluta til undir rústum hruninna opinberra bygginga. Tvö vandamál blasa við í Port-au-Prince og öðrum borgum er orðið hafa fyrir jarðskjálftanum:
- Meira hefur borið á þjófnaði á skjölum og eyðileggingu þeirra að yfirlögðu ráði: vörslustaðirnir sem hafa hrunið njóta ekki nægilegrar verndar, ekki heldur að næturlagi.
- Hreinsun á rústum stjórnsýslulega mikilvægra bygginga: slíkt er unnið án þess að tillit sé tekið til skjala og hluta sem hægt væri að varðveita.
Alþjóða skjalaráðið minnir ríkisstjórn Haítí og alla þá aðila sem veita hernaðarlega og borgaralega vernd á Haítí að þessi skjöl verður að varðveita. Markmiðið er að ríkisstjórn Haítí geti fljótlega tekið til starfa á traustum stjórnsýslulegum grunni, sem felur í sér notkun á upplýsingum í skjölunum, en einnig varðveislu á menningu sem á að berast komandi kynslóðum.
Conseil International des Archives (Alþjóða skjalaráðið)
60 rue des Francs-Bourgeois
75003 PARIS - France
T: 33 (0)1 40 27 61 10
F: 33 (0)1 42 72 20 65
http://www.ica.org/
Yfirlýsingin á frönsku og ensku
http://www.ica.org/en/2010/01/27/second-ica-statement-haiti-reconstruction
http://www.ica.org/fr/2010/01/27/2e-communiqu-de-lica-sur-ha-ti-reconstruction
Fyrsta yfirlýsing Alþjóða skjalaráðsins um Haítí
http://www.ica.org/en/2010/01/14/ica-statement-about-situation-ha-ti

Enduruppbygging fremur en eyðilegging

Alþjóða skjalaráðið fylgist vel með framgangi hjálparstarfa sem unnin eru í Port-au-Prince (Haítí). Meðan hreinsunarstarfi miðar jafnt og þétt áfram gefa þær upplýsingar sem berast okkur tilefni til að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á því að þörf er aðgerða til að tryggja sjálfbæra endurreisn Haítí. Grundvallaratriði er að tryggja öryggi svokallaðra lífsnauðsynlegra skjala. Hvort sem um er að ræða skjöl þjóðskrár eða önnur skjöl sem gera borgurunum kleift að sanna á sér deili eða tryggja réttindi sín eða önnur skjöl sem hafa stjórnkerfislega þýðingu og eru enn í ráðuneytum, öll þessi skjöl verða að njóta sérstakrar verndar. Þau eru grundvöllur þess að hægt verði að koma stjórnsýslu og stjórnmálalífi af stað að nýju.

Þessi skjöl eru að hluta til varðveitt af Þjóðskjalasafninu og að hluta til undir rústum hruninna opinberra bygginga. Tvö vandamál blasa við í Port-au-Prince og öðrum borgum er orðið hafa fyrir jarðskjálftanum:
- Meira hefur borið á þjófnaði á skjölum og eyðileggingu þeirra að yfirlögðu ráði: vörslustaðirnir sem hafa hrunið njóta ekki nægilegrar verndar, ekki heldur að næturlagi.
- Hreinsun á rústum stjórnsýslulega mikilvægra bygginga: slíkt er unnið án þess að tillit sé tekið til skjala og hluta sem hægt væri að varðveita.

Alþjóða skjalaráðið minnir ríkisstjórn Haítí og alla þá aðila sem veita hernaðarlega og borgaralega vernd á Haítí að þessi skjöl verður að varðveita. Markmiðið er að ríkisstjórn Haítí geti fljótlega tekið til starfa á traustum stjórnsýslulegum grunni, sem felur í sér notkun á upplýsingum í skjölunum, en einnig varðveislu á menningu sem á að berast komandi kynslóðum.

Conseil International des Archives (Alþjóða skjalaráðið)
60 rue des Francs-Bourgeois
75003 PARIS - France
T: 33 (0)1 40 27 61 10
F: 33 (0)1 42 72 20 65

Yfirlýsingin á frönsku og ensku

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2014 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.