Borði

Skjöl frá Þingvallahreppi hinum forna

Þann 11. desember sl. voru Héraðsskjalasafni Árnesinga afhent skjöl tveggja hreppstjóra úr Þingvallahreppi hinum forna, sem nú er hluti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Þetta voru skjöl Jónasar Halldórssonar frá Hrauntúni (hreppstjóri 1879-1923) og Einars Halldórssonar frá Kárastöðum (hreppstjóri 1923-1947). Sonur og sonarsonur Einars, voru þeir Guðbjörn Einarsson frá Kárastöðum (hreppstjóri 1947-1982) og Helgi Guðbjörnsson frá Kárastöðum (hreppstjóri 1982-2002) en hann var síðasti hreppstjórinn í Þingvallahreppi. Skjölin voru varðveitt hjá Kárastaðafjölskyldunni frá 1947 allt þar til nú. Fjórar afhendingar á skjölum Þingvallahrepps m.a. með skjölum Guðbjarnar og Helga voru þegar komnar í hús.

her_arn_hreppsbok_thingvellir

Hreppaskila og skýrslnabók fyrir Þingvallahrepp auk nokkurra bréfa frá sýslumanninum í Árnessýslu. Afhendingarnúmer Hér.Árn. 2009/63 Hreppstjórinn í Þingvallahreppi.

Hreppstjórar eru umboðsmenn sýslumanns og voru alla jafna þrír til fimm í hverjum hreppi fram til 1809, en þá var þeim fækkað niður í einn til tvo samkvæmt hreppstjórainstrúxinu. Þeim hefur á síðustu áratugum smám saman fækkað enda eru þeir einfaldlega ekki skipaðir sbr. 1. gr. laga nr. 32/1965 um hreppstjóra þar sem ekki er talin þörf á hreppstjóra. Í mörgum sýslum landsins eru hreppstjóraembættin því ekki lengur til staðar. Skjöl hreppstjóra, þ.e. þau sem verða til vegna embættisfærslna þeirra, eru skv. reglugerð 283/1994 skilaskyld á héraðsskjalasöfn.

Meðal þeirra skjala sem voru afhent má nefna sáttabók, kassabók, gjörðabók gripaábyrgðasjóðs, kjörbækur fyrir alþingis- og prestskosningar, hundahaldsbók, hreppskila- og skýrslnabók fyrir Þingvallahrepp og yfir 100 bréf, flest frá sýslumanninum í Árnessýslu til hreppstjórans. Bréfin eru flest rituð á árabilinu 1870-1910.

Þau skjöl sem afhent voru renna en styrkari stoðum undir frekari rannsóknir á sögu Þingvallahrepps á seinni hluta 19. aldar og fyrstu árum þeirrar tuttugustu. Safnið bíður skráningar.

ÞTM

Umdæmi héraðsskjalasafna

Borði

Tengdu á okkur

Borði
Senda á Facebook
Borði
Félag héraðsskjalavarða á Íslandi

Heimasíður skjalasafna

Borði
Borði
Borði
Borði
Borði
Höfundarréttur © 2015 hs.bkdata.net. Öll réttindi áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL leyfi.